Hinsegin Lífsgæði

Stuðningsáætlun fyrir vellíðan hinsegin barna og ungmenna

Ráðstefna og samstarfsfundir Hinsegin Lífsgæða í Færeyjum
Jóhann Þórðarson Jóhann Þórðarson

Ráðstefna og samstarfsfundir Hinsegin Lífsgæða í Færeyjum

Dagana 1.–3. október 2024 fóru fram samstarfsfundir og ráðstefna á Suðurey í Færeyjum sem hluti af NIKK-verkefni Hinsegin Lífsgæða. Verkefnið miðar að því að efla velferð hinsegin barna og ungmenna í skólum á Norðurlöndum með fræðslu, reynslumiðlun og þróun verkfæra fyrir kennara og annað skólastarfsmenn.

Read More
Fundir stýrihóps og ráðstefna Hinsegin Lífsgæða í Sollentuna í Svíþjóð
Jóhann Þórðarson Jóhann Þórðarson

Fundir stýrihóps og ráðstefna Hinsegin Lífsgæða í Sollentuna í Svíþjóð

Undirbúningur fyrir ráðstefnu Hinsegin Lífsgæða í Sollentuna í Svíþjóð hófst með tveimur undirbúningsfundum stýrihópsins, sá fyrri haldinn í kjölfar ráðstefnu sem fram fór á Akureyri í október síðastliðnum. Á fundunum var farið yfir erindi og umræðufundi sem fylgdu ráðstefnunni á Akureyri, auk heimsókna í sjö skóla á landsbyggðinni. Öll erindi voru tekin upp og hluti þeirra nýttur í skólaheimsóknum ásamt fyrirlesurum. Í lok allra funda voru haldin vinnusmiðjur þar sem rætt var um öryggi hinsegin nemenda og áskoranir sem þeir standa frammi fyrir í skólakerfinu.

Read More
Námsstefna Hinsegin Lífsgæða á Akureyri og skólaheimsóknir víða um land
Jóhann Þórðarson Jóhann Þórðarson

Námsstefna Hinsegin Lífsgæða á Akureyri og skólaheimsóknir víða um land

Nú er lokið heimsóknum fulltrúa Hinsegin Lífsgæða í skóla á landsbyggðinni í kjölfar námsstefnu sem félagið hélt á Akureyri 11. október 2024. Heimsóttir voru alls sex skólar í öllum landsfjórðungum – á Egilstöðum, Hellu, Húsavík, Blönduósi, í Borgarnesi og í Vesturbyggð. Markmið heimsóknanna var að efla stuðning, miðla þekkingu og skapa vettvang fyrir samtal um stöðu og líðan hinsegin nemenda í skólum á landsbyggðinni.

Read More
Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu
Jóhann Þórðarson Jóhann Þórðarson

Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu

Það er engin vafi að aukin þörf er fyrir sérstakan stuðning við hinsegin nemendur á svipaðan hátt og nemendur sem þurfa liðveislu í skólaumhverfinu vegna einhvers konar greiningar sem þau hafa fengið. Það er á valdi skólastjórnenda og kennara hvernig þeir móta skólaumhverfið og koma til móts við nemendur sem þurfa á stuðningi að halda.

Read More