Hinsegin Lífsgæði
Stuðningsáætlun fyrir vellíðan hinsegin barna og ungmenna
Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu
Það er engin vafi að aukin þörf er fyrir sérstakan stuðning við hinsegin nemendur á svipaðan hátt og nemendur sem þurfa liðveislu í skólaumhverfinu vegna einhvers konar greiningar sem þau hafa fengið. Það er á valdi skólastjórnenda og kennara hvernig þeir móta skólaumhverfið og koma til móts við nemendur sem þurfa á stuðningi að halda.
Tilgangur hinsegin stuðnings í skólaumhverfinu
Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu er til komið af því að þörf er á að bæta öryggi og um leið líðan hinsegin nemenda í skólaumhverfinu. Verkefnið felst í að bæta þekkingu bæði kennara og annarra starfsmanna skólanna á hinsegin fræðum til að þeir geti betur risið undir þeirri ábyrgð sem þau bera á velferð hinsegin nemenda sinna.